1. Spámaður var Adam allra fyrstur hér. Aldingarðinn Eden tók hann vel að sér. Drottni fylgdi Adam eftir boðum hans, við, hans afkomendur, síðstu daga manns.
Spámanni fylgið, spámanni fylgið, spámanni fylgið, leið er ei létt. Spámanni fylgið, spámanni fylgið, spámanni fylgið, hann ratar rétt.
2. Spámaður var Enok, allt gott kenndi hann. Borgarbúar allir breyttu rétt með sann. Réttlátir þeir voru, synd var ekki´ að sjá, svo að Drottinn tók þá, sér að búa hjá.
Spámanni fylgið, spámanni fylgið, spámanni fylgið, leið er ei létt. Spámanni fylgið, spámanni fylgið, spámanni fylgið, hann ratar rétt.
3. Spámaður var Nói, spáði´um Guð á ný, iðrun reyndi´ að boða´ en enginn skeytti því, sokknir í að syndga synda skulda skell, vildu´ að hefðu hlustað, þegar flóðið féll.
Spámanni fylgið, spámanni fylgið, spámanni fylgið, leið er ei létt. Spámanni fylgið, spámanni fylgið, spámanni fylgið, hann ratar rétt.
4. Spámaður var Abram, eignast vildi son. Ísak sendi Drottinn, óskabæn og von. Þá gat Ísak Jakob þekktan Ísraelum, ætkvíslirnar tólf, samkvæmt ritningum.
Spámanni fylgið, spámanni fylgið, spámanni fylgið, leið er ei létt. Spámanni fylgið, spámanni fylgið, spámanni fylgið, hann ratar rétt.
5. Spámaður var Móse, sendur Ísrael var, leiða hann til „Landsins“, lifa´ og búa þar, en þeir leiddust illa, lýðurinn var þrár, eyðimörku flæmdust fjörutíu ár.
Spámanni fylgið, spámanni fylgið, spámanni fylgið, leið er ei létt. Spámanni fylgið, spámanni fylgið, spámanni fylgið, hann ratar rétt.
6. Spámaður varð ungi sveinninn Samúel. Hanna því hét Drottni, þjóna myndi´ann vel. Nafn sitt heyrði´ ann sagt í svefni einhvern veg. Það var Guð, þá sagði´ ann: „Herra, hér er ég.“
Spámanni fylgið, spámanni fylgið, spámanni fylgið, leið er ei létt. Spámanni fylgið, spámanni fylgið, spámanni fylgið, hann ratar rétt.
7. Spámaður var Jónas, reyndi´ að flýja fljótt, lærði seinna´ að hlusta og að hlýða skjótt. Gerum okkar bezta, Guð ei bregðast má. Jónas lærði þetta´ í maga hvalsins þá.
Spámanni fylgið, spámanni fylgið, spámanni fylgið, leið er ei létt. Spámanni fylgið, spámanni fylgið, spámanni fylgið, hann ratar rétt.
8. Spámaður var Daníel, dæmdi synda vöf, honum kóngur kasta lét í ljóna gröf. Englar kyrrðu ljónin, kóngur óðar sá Daníels mátt, sem treysti’ og trúði lög Guðs á.
Spámanni fylgið, spámanni fylgið, spámanni fylgið, leið er ei létt. Spámanni fylgið, spámanni fylgið, spámanni fylgið, hann ratar rétt.
9. Nú byggjum við veröld verstu truflunar. Ef þú trúir eigi, taktu fréttirnar. Leiðsögn góða finna allt til endans má. Spámönnum ef trúum, treyst á leiðsögn þá.
Spámanni fylgið, spámanni fylgið, spámanni fylgið, leið er ei létt. Spámanni fylgið, spámanni fylgið, spámanni fylgið, hann ratar rétt.