Book cover

Vöggulag á jólum

Barnasöngbók, 30


0:00 0:00
Introduction
All Verses

1. Ó, sof þú nú, barn mitt, og blunda hér rótt, í Betlehem stjarnan hún tindrar um nótt, því borinn var Jesús í jötunni þar, hann, jafnoki konunga’, í fjárhúsi var.

Sof þú nú, barnið, sofðu nú rótt. Sof, litla barnið, senn kemur nótt. Sof þú nú, barn mitt, sofðu nú hér. Sjálfur mun Jesús vaka´ yfir þér.

2. Þá söguna englarnir sögðu um nótt, já, sungu frá himninum fagurt og rótt. og stjarnan, hún lýsti svo ljómandi skær, hún lýsti þó alfegurst jötunni nær.

Sof þú nú, barnið, sofðu nú rótt. Sof, litla barnið, senn kemur nótt. Sof þú nú, barn mitt, sofðu nú hér. Sjálfur mun Jesús vaka´ yfir þér.

3. Og hirðarnir komu í húsið þar inn, þeim höfðu englarnir flutt boðskapinn sinn. Þar sáu þeir barnið, sem blundaði rótt, já barnið, sem fæddist þar á jólanótt.

Sof þú nú, barnið, sofðu nú rótt. Sof, litla barnið, senn kemur nótt. Sof þú nú, barn mitt, sofðu nú hér. Sjálfur mun Jesús vaka´ yfir þér.