Book cover

Sorgmæddi förumaðurinn

Sálmar, 12


0:00 0:00
Introduction
All Verses

1. Á förnum vegi fátækan ég förumanninn hitti þann, er auðmjúkt svo um aðstoð bað, að aldrei neitað gat um það. Ég spurði’ ei neitt um nafn þess manns né nánar vissi’ um ferðir hans. Samt bar hann eitthvað í auga sér, sem alúð dulda vakti mér.

2. Eitt sinn er reiddi ég málsverð minn sá maður orðlaust gekk hér inn í heljarsárri hungursnauð, svo honum gaf ég allt mitt brauð. Hann blessaði og braut það þá og bauð mér nokkurn hluta fá, en skorpan varð í munni mér sem Manna komið væri hér.

3. Þá sá ég manninn máttlausan, þar mikið vatn af kletti rann sem ögrun beisk í þorstans þraut og þar með straumhratt burtu flaut. Ég tók hann þar sem þjáður kraup og þrisvar tæmdi hann mitt staup, þá deif því, bar mér barmarennt, svo brá; ég hef ei þorsta kennt.

4. Eitt kvöld með flóði’ og fimbulvind og fellibylinn hæst við tind ég rödd hans heyrði’ og brátt við brá og bauð í húsaskjól mér hjá. Ég vermdi, gladdi gestinn þann og gekk úr rúmi fyrir hann, á gólfi sjálfur lágt ég lá, en leið sem Eden gisti þá.

5. Við veginn nakinn, dauða nær ég næst hann sá, og lífi fjær, tók hjartslátt, öndun æfði hratt og andann styrkti’ um sárin bátt og dreypti víni’ í voðans und, þá varð hann heill á samri stund, þar féll minn hroki’ á fórnar stig, en friður Drottins signdi mig.

6. Í fangelsi’ undir dauðadóm menn dæmdu’ hann vægðarlausum róm. Ég brýgslin lægði’ og lygar þar lyfti honum til virðingar. Þá spurði’ hann, mest sem reyndi mig: „Hvort myndi’ ég deyja fyrir sig?“ Í örvinglan, sem enn ei skil minn andi sagði frjáls: „Ég vil.“

7. Með örskots hraða af sér brá hinn ókunnugi hulu þá. Hans lófasár ei leyndu sér, ó, Lausnarinn stóð þar hjá mér. Hann mælti’ og nafn mitt nefndi þar: „Mitt nafn þú hófst til virðingar. Slík góðverk verði grafskrift þín, þú gerðir þau öll vegna mín.“