Book cover

Ó, Drottinn hjá mér dvel í nótt

Sálmar, 53


0:00 0:00
Introduction
All Verses

1. Ó, Drottinn hjá mér dvel í nótt, því degi hallar skjótt. Sjá, skuggar nætur nálgast ótt, ver nær mér Guð í nótt. Ver tíður gestur heima hér, og huggun veittu mér.

Ó, Drottinn hjá mér dvel í nótt, nú degi hallar skjótt. Ó, Drottinn hjá mér dvel í nótt, nú degi hallar skjótt.

2. Ó, dvel hjá mér um dimma nótt, í dag þú fylgdir mér, og kveiktir hjá mér kærleiksgnótt, þá kyrrð ég fann hjá þér. Þitt einfalt orð mína’ eflir trú, um eilífð hjá mér bú.

Ó, Drottinn hjá mér dvel í nótt, nú dimma tekur ótt. Ó, Drottinn hjá mér dvel í nótt, nú dimma tekur ótt.

3. Ó, ver hjá mér, halt vörð í nótt, ég veikur og einn er. Þín huggun virðist hulin mér, ég hryggur leita’ að þér. Ég sekur er, ó, send mér þrótt og seg mér verði rótt.

Ó, frelsari minn fylg þú mér, ég fel mig einum þér. Ó, frelsari minn fylg þú mér, ég fel mig einum þér.