Book cover

Við leitum þín, Drottinn

Sálmar, 118


0:00 0:00
Introduction
All Verses

1. Við leitum þín, Drottinn, í leik og í starfi, þín leiðsögn er okkur svo ljúf og svo kær. Við systurnar finnum í sól og í regni, þú sjálfur ert, Drottinn, í sannleika nær.

2. Við byggjum upp, Drottinn, þinn bústað á jörðu. Við reisum þann fallna og réttum hann við. Við gleðjum þann hrygga og græðum þá sárin. Ó, gæt okkar, Drottinn, og gef okkur frið.

3. Við systurnar finnum sem sól rís að morgni að sigur þinn, Drottinn, í sjónmáli er. Ó, gef okkur styrk þinn og gef okkur skilning, svo getum við unnið og gengið með þér.