1. Svo sem döggin silfurtæra seytlar yfir græna jörð, þyrstum veitir vökvun kæra, vitnar svo um þína gjörð.
2. Láttu þína kenning kæra koma Drottinn, enn til vor trúarvissu veikum færa, verma’ af kærleik öll vor spor.
3. Vernda hina veiku’ og smáu, veit að efnist heitin þín lát frá skauti himins háu hníga lífsins dögg til mín.
4. Til þín áköll okkar nái, anda þinn svo finnum vér að þinn lýður lof þér tjái, lofi’ og tigni sem þér ber.