1. Beygðu kné þín, bróðir veikur, hæstur Guð við hönd þig leiðir, þig leiðir sér við hönd og veitir bænum þínum svör, beygðu kné í bænum þínum blíður Guð þér blessun veitir, hann blessar þig og sýnir að hann hirðir um þín kjör.
2. Beygðu kné í köllun þinni, hæstur Guð af gæsku kennir að þjóna börnum hans af hreinni ást og fórnarlund, beygðu kné þótt brenni þráin, blíður Guð að lokum leiðir, þig leiðir heim til sín að þar þú dveljir alla stund.