Book cover

Sjá deyja lífs vors lausnarann

Sálmar, 61


0:00 0:00
Introduction
All Verses

1. Sjá deyja lífs vors lausnarann, er lögmál rofið bætir hann. Hann fyrir syndir fórn þá ber; hann fyrir syndir fórn þá ber, svo frelsun mannsins verði hér.

2. Þar sekir hefja’ upp háð og spé, og hann þeir negla’ á krossins tré, og þyrnum krýna höfuð hans; og þyrnum krýna höfuð hans, með hlátur móðgun spottarans.

3. Þótt hann á krossi kveldist þar, ei kvörtun neina fram hann bar. Hans göfugt hlutverk fylling fékk; hans göfugt hlutverk fylling fékk, hann föður síns að boðskap gekk.

4. Tak faðir burtu bikar minn. Ég bið en ráði vilji þinn. Það verk er fékk ég fullnað er; það verk er fékk ég fullnað er. Minn anda faðir fel ég þér.