Book cover

Veldu rétt

Sálmar, 98


0:00 0:00
Introduction
All Verses

1. Veldu rétt, þegar val er fyrir hendi. Valið rétta andinn sýnir þér. Til þess rétta leiðir þig og lýsir, löngun rétta’ ef þú í hjarta ber.

Veldu rétt. Veldu rétt. Lát visku marka stefnu gráð. Ljósið hans, ljós sé manns, þá leiðir Drottins eilíf náð.

2. Veldu rétt, lát ei villu andann trufla, valdi beita þig á reynslustund. Rétt og rangt má finna’ í flestum málum. Feldu þig í Drottins helgu mund.

Veldu rétt. Veldu rétt. Lát visku marka stefnu gráð. Ljósið hans, ljós sé manns, þá leiðir Drottins eilíf náð.

3. Veldu rétt, þar er sannan frið að finna, veldu rétt, það veitir sálu kjark. Veldu rétt í verkum anna þinna, veldu Drottin sem þitt lífstakmark.

Veldu rétt. Veldu rétt. Lát visku marka stefnu gráð. Ljósið hans, ljós sé manns, þá leiðir Drottins eilíf náð.