Book cover

Kom, kóngur konunganna

Sálmar, 15


0:00 0:00
Introduction
All Verses

1. Kom, kóngur konunganna brátt, því komubiðin er oss löng, með þína líkn og læknismátt og leið vorn frelsissöng. Kom, alda þrá með engla sveim og Ísrael þinn leiddu heim.

2. Bind enda’ á ógn og synd, lát eldinn hreinsa þessa jörð og réttleiks ríkja mynd, svo réttlætt Drottins hjörð þér hefji söngva sætan hreim, alsæl til þín að komast heim.

3. Hósanna ómar þá þín endurleysta fjöld og fagnandi þar fá að fullu sigurgjöld og fylla hæstu himin göng með helgum Síonsborgar söng.

4. Kom, prinsinn friðar lífs og ljóss, við lofið þúsundfalt. Í altign æðsta hróss um eilífð ríkja skalt. Þér heiðnar þjóðir lúta lágt, þig lofar sérhver tunga hátt.