Book cover

Hóf þín dagsins hugsun fyrsta?

Sálmar, 47


0:00 0:00
Introduction
All Verses

1. Hóf þín dagsins hugsun fyrsta hjartans bænarmál? Baðstu Guð um blessun sína, baðstu’ í Jesú nafni’ um þína sigurtrú í sál?

Ó, hve bænin huggar hrjáða, hún mun snúa nótt í dag. Hún, ef finnst þér fátt til ráða, færir allt í lag.

2. Þegar reiði’ í huga hafðir, hvað um bænarsvar? Ef þú miskunn metið hefur, muntu’ ei sá sem fyrirgefur þeim sem böl þér bar?

Ó, hve bænin huggar hrjáða, hún mun snúa nótt í dag. Hún, ef finnst þér fátt til ráða, færir allt í lag.

3. Þegar sár þér veröld veitti, varstu’ í bænarhug? Ef þín sál var sorgum hlaðin, sýndi bæn þér vonarstaðinn, hugans hærra flug?

Ó, hve bænin huggar hrjáða, hún mun snúa nótt í dag. Hún, ef finnst þér fátt til ráða, færir allt í lag.