Book cover

Heimilið er himni nær

Sálmar, 111


0:00 0:00
Introduction
All Verses

1. Heimilið er himni nær er hjartað fyllist ást, ásamt heill og hamingju mun himins blessun fást. Bæði’ í frelsi’ og fögnuði, friði, tryggð og öryggi, heimilið líkast himni gerum, heima’ er gott að sjást.

2. Látum kærleiks kyndil bjartan kalla börnin til, þjónum Guði heitu hjarta, hann ég nálgast vil. Foreldranna fyrirmynd færir börnum sanna mynd af þeim stað á æðstum himni er við stefnum til.

3. Daglega við bænir biðjum, blessun hans er vís, hans til orða sannleiks sækja sál mín jafnan kýs. Þakkargjörð og sálmasöng segja látum dægrin löng! Leið til himins okkur öllum orði þínu lýs.