Book cover

Vonin Síons

Sálmar, 108


0:00 0:00
Introduction
All Verses

1. Vonin Síons, æskan unga endurlausnar glæsti her, sjáið merkið fyrir fara, fólkorrusta í vændum er.

Síons æska upp með þrótt, áfram skal af krafti sótt, látið gjalla heróp hátt, Herrann veitir sigur brátt.

2. Lítið svartan synda grúa safnast undir merkin ill, vonin Síons bregður brandi, berjast nú til sigurs vill.

Síons æska upp með þrótt, áfram skal af krafti sótt, látið gjalla heróp hátt, Herrann veitir sigur brátt.

3. Berjumst fyrir sannleik sælan, synd og lygi falla skal, leiftri brandur, lygi flýi, losti’ og synd skal falla’ í val.

Síons æska upp með þrótt, áfram skal af krafti sótt, látið gjalla heróp hátt, Herrann veitir sigur brátt.

4. Senn við munum sigri fagna, synd og dauði burtu máð, vonin Síons, æskan unga, yðar laun sé Drottins náð.

Síons æska upp með þrótt, áfram skal af krafti sótt, látið gjalla heróp hátt, Herrann veitir sigur brátt.