Book cover

Þá ást og visku veitti hann

Sálmar, 69


0:00 0:00
Introduction
All Verses

1. Þá ást og visku veitti hann, sem völdum himins réð, að senda frá sér frelsarann, á fórnardauðans tréð.

2. Og fórn þá Jesús fús til var, að færa’ á sinni braut. Hann saklaus vorar syndir bar, og sýknun veröld hlaut.

3. Með hlýðni sinni verðlaun vann, er varð hans sigurinn. „Þinn vilji Guð, ó, verði hann, en verði ekki minn.“

4. Hann sýndi veg og veitti leið, á veginn heim til sín. Þar dagsins eilíft lifir ljós og ljómi Drottins skín.