1. Gjörnýt þær gullnu stundir, þær geysast hjá svo ótt. Vinn meðan sólin sindrar, senn mun koma nótt. Oss lánast ei að ljósið hér lengi sína töf né skuggar frá oss fari út fyrir hinstu nöf.
2. Sem leiftur tíminn líður á ljósvængs hraða meið. Hann kemur. Fram svo fer hann, fer sína’ eigin leið. Sé vitund eigi vökul fer valkosturinn hreinn, því lífið flughratt flýgur sem færi dagur einn.
3. Sem fögru sumri fylgir oft fimbulvetrartíð, svo gæti frá oss gengið gleði vor um síð. Hve ættum vér þá eigi í allri sigra þraut, af æðstu hugsjón iðja og illu víkja braut?
4. Gjörnýt þær gullnu stundir, það gefur örugg ráð. Sé staðið vel að verki, veitist blessuð náð. Lát göfgi störfum stjórna haf stálfast hjartaþel, þig æðstur Guð mun elska, annast og hjálpa vel.