Book cover

Fyrsta bæn Josephs Smith

Sálmar, 10


0:00 0:00
Introduction
All Verses

1. Ó, hve það var indæll dagur, ómbjart flugnasuðið kátt, fuglasöngur sveif um loftið, sólarbjarmans fagurblátt. Joseph hóf þá leit í lundinn, leit að Guði kærleikans, Joseph hóf þá leit í lundinn, leit að Guði kærleikans.

2. Auðmjúklega bað hann bænar, bænar kveikt var hugrenning, er hann synda fann að fargið fyllti sál hans örvænting. En sitt táp og traust ei missti, treysti’ á himnaföður sinn, en sitt táp og traust ei missti, treysti’ á himnaföður sinn.

3. Ljós þá honum brátt þar birtist, bjartara en sól það var, gullin fögur geisla súla glóði hann í kringum þar. Fram komu’ í þeim fagra ljóma, faðir vor og sonur hans, Fram komu’ í þeim fagra ljóma, faðir vor og sonur hans.

4. „Joseph, sjá minn elskaði’ er hér, orðin hans þér leiðsögn fá.“ Josephs bljúgu bæn var svarað, boðskap Guðs hann hlustaði’ á. Fagnaðar hann fylltist sælu, fékk hann Guð að heyra’ og sjá, fagnaðar hann fylltist sælu, fékk hann Guð að heyra’ og sjá.