Book cover

Nú fagna vér skulum

Sálmar, 3


0:00 0:00
Introduction
All Verses

1. Nú fagna vér skulum á frelsunar degi, að framandi´ ei lengur vér reikum á jörð. Þau tíðindi berast á láði og legi, að lausnarans koma brátt verið hér gjörð. Er allt sem var heitið þeim heilögu veitist, og hér enginn sækir með áreitni´ að þeim. Og jörðin í Edensgarð blómlegan breytist, og býður þá Jesús: „Ó, komið nú heim.“

2. Með staðföstum huga vér elskum hvert annað, hið illa vér forðumst og sameinumst nú. Er fyllist hinn guðlausi´ af friðleysi´ og kvíða, vér frelsarans bíðum í öruggri trú. Er allt sem var heitið þeim heilögu veitist, og hér enginn sækir með áreitni´ að þeim. Og jörðin í Edensgarð blómlegan breytist, og býður þá Jesús: „Ó, komið nú heim.“

3. Vér trúum á Jahve, hans leiðsögn og liðið, að leiða´ oss í síðustu daganna þraut. Og þegar vér eignumst hér uppskeru sviðið, oss opnast með réttlátum frelsarans braut. Þá allt sem var heitið þeim heilögu veitist, með himneskum englum fá sigursins krans. Og jörðin í Edensgarð blómlegan breytist, þar bústað fær Kristur og söfnuður hans.