1. Ó, höfuð dreyra drifið, er drjúpir smáð og pínt af höndum þræla þrifið og þyrnum sárum krýnt, ó, heilagt höfuð fríða, er himnesk lotning ber, en háðung hlaust að líða, mitt hjarta lýtur þér.
2. Æ, virztu við mig kannast, svo vondur sem ég er, og sauð þinn auman annast, sem einatt villur fer. Mér virztu særðum svala, í sálar þungri neyð, æ, virztu við mig tala og vísa’ á rétta leið.
3. Ég vil þar vera hjá þér, er veit ég píndan þig, og eigi fara frá þér. Æ fyrirlít ei mig. Er dauðans svefn fær sigið á signað auga þitt, ég vil þitt höfuð hnigið við hjartað leggja mitt.
4. Af hjarta þér ég þakka, að þyngstan kvaladeyð þú ljúft þér lézt að smakka, svo leystir mig úr neyð. Lát, Kristur, kærleiksríkur, ei kulna trú hjá mér, en loks, er ævi lýkur, mig lát þú deyja’ í þér