Book cover

Ó hve dýrðleg er að sjá

Sálmar, 84


1. Ó hve dýrðleg er að sjá alstirnd himins festing blá þar sem ljósin gullnu glitra glöðu leika brosa´ og titra og oss benda upp til sín, og oss benda upp til sín.

2. Nóttin helga hálfnuð var huldust nærfellt stjörnurnar þá frá himinboga að bragði birti´ af stjörnu´ um jörðu lagði ljómann hennar sem af sól, ljómann hennar sem af sól.

3. Þegar stjarna´ á himni hátt hauður lýsir miðja´ um nátt, sögðu fornar sagnir víða, sá mun fæðast meðal lýða, konunga sem æðstur er, konunga sem æðstur er.

4. Vitringar úr austurátt ei því dvöldu´, en fóru brátt þess hins komna kóngs að leita, kóngi lotning þeim að veita, mestur sem að alinn er, mestur sem að alinn er.