Book cover

Bjargið alda

Sálmar, 56


0:00 0:00
Introduction
All Verses

1. Bjargið alda borgin mín, byrg þú mig í skjóli þín. Heilsubrunnur öld og ár er þitt dýra hjartasár. Þvo mig hreinan, líknarlind, lauga mig af hverri synd.

2. Heilög boðin, Herra, þín hefur brotið syndin mín. Engin bót og engin tár orka mín að græða sár. Ónýt verk og ónýt trú enginn hálpar nema þú.

3. Þegar æviþrautin dvín, þegar lokast augun mín, þegar ég við sælli sól sé þinn dóms- og veldisstól: Bjargið alda, borgin mín, byrg mig þá í skjóli þín.