1. Ó, blessuð sértu bænarstund! Mér býður þú á föðurfund með hvað eitt, sem mér amar að, því einn hann veit og skilur það. Þá hryggð í mínu hjarta bjó, frá honum fékk ég kraft og fró. Já, ávallt gefst mér gull í mund frá Guði’ á helgri bænarstund. Já, ávallt gefst mér gull í mund frá Guði’ á helgri bænarstund.
2. Ó, blessuð sértu bænarstund! Þú ber í hæð á föðurfund, mín andvörp þung, og skært þá skín Guðs skæra náð á tárin mín. Hann býður mér að byggja traust á blíðri Jesú hirðis raust. Ó, Herra, þín með ljúfri lund ég leita vil á bænarstund. Ó, Herra, þín með ljúfri lund ég leita vil á bænarstund.