1. Nú er sólskin mér í sál í dag og signuð gleðirós, nú jörð og himinn jafnt mér skín, því Jesús er mitt ljós.
Nú er sólskin, sumarsólskin, sælar allar stundir dagsins nú, mér Jesús auglit sýnir sitt, sólbjart er því hjarta mitt.
2. Full af söng er sála mín í dag, þar svella strengir dátt, og fleiri raddir finn ég þar en fæ ég sungið hátt.
Nú er sólskin, sumarsólskin, sælar allar stundir dagsins nú, mér Jesús auglit sýnir sitt, sólbjart er því hjarta mitt.
3. Nú er vortíð sæl í sál í dag, með sumarmildum blæ, ég finn, hve vex mín von og ást og vökvast hulin fræ.
Nú er sólskin, sumarsólskin, sælar allar stundir dagsins nú, mér Jesús auglit sýnir sitt, sólbjart er því hjarta mitt.
4. Nú er gæfa sönn í sál í dag, því sjálfan Guð ég á, og meiri heill en get ég greint er geymd mér Jesú hjá.
Nú er sólskin, sumarsólskin, sælar allar stundir dagsins nú, mér Jesús auglit sýnir sitt, sólbjart er því hjarta mitt.