1. Þó raunir sárar sverfi að, sækjum fram ótrauð, Guðs börn kær. Upprisan nálgast stund og stað, stafandi lífi nær og fjær. Stafandi lífi nær og fjær.
2. Þótt ytra herji illsku þý, óðfluga stundir líða hjá, því Kristur birtist brátt á ný, borinn af englum himnum frá. Borinn af englum himnum frá.
3. Lofið Guð, hjörtum lyftið hátt, lofgjörð sú aldrei þagna má. Gegn ógnum kallar Kristur þrátt: „Komið og öðlist frið mér hjá. Komið og öðlist frið mér hjá.“
4. Hvað þó vorn rétt sé ráðist á, ræningjar að oss hafi sneitt. Jehóva loforð féll ei frá, Jehóva tilgang varð ei breytt. Jehóva tilgang varð ei breytt.
5. Fram vindur Drottins verki hratt, viðburðarásin stórvirk gjörð, Guðsríkið sterka stefnu batt, „steinmolinn“ fyllir alla jörð. „Steinmolinn“ fyllir alla jörð.
6. Gerræði Satans gagnslaust er, Guðsmanna orðið stendur tært rétt eins og hástóll Herrans er hann fá ei menn né djöflar bært. Hann fá ei menn né djöflar bært.
7. Nafnið hans lofgjörð hylli hæst, hann sendi menn með boðun þá, að fallið mannkyn fái sæst friðþæging öðlast Drottni hjá. Friðþæging öðlast Drottni hjá.