1. Á krossi háum Kristur minn í kvöl og sorgum leið og helgaði sitt hreina orð er hann sinn dauða beið.
2. Á krossi háum auðmýkt af oss öllum gaf að sjá að sjálfur opnar dauðans dyr svo dýrð vér megum ná.
3. Á krossi háum Kristur dó, með kvaladauða hann í nýju lífi ljóssins fæðast lætur sérhvern mann.