Book cover

Öll við erum kölluð

Sálmar, 101


0:00 0:00
Introduction
All Verses

1. Öll við erum kölluð þar til endar vort stríð, við erum glöð, við erum glöð, sjáið liðsmenn góðir ljóma sigurlaun fríð er við munum allir vinna brátt. Grípum til vopna, drýgja skal dáð, sannleikur Guðs mun signa vort ráð. Merkinu fagra fylgjum við enn, með fögnuði, fögnuði höldum allir heim.

Öll við erum kölluð þar til endar vort stríð, við erum glöð, við erum glöð, sjáið, liðsmenn góðir, ljóma sigurlaun fríð er við munum allir vinna brátt.

2. Heyrið lúðurþytinn glæsta gjalla nú við, gangið oss með, gangið oss með, nýrra krafta væntum, hver vill leggja’ okkur lið, safnast undir sigurmerki Guðs? Höfðingja okkar heyrið í dag, óhikað fylgið, allt fer í hag, frelsara okkar fylgjum við enn, með fögnuði, fögnuði höldum allir heim.

Öll við erum kölluð þar til endar vort stríð, við erum glöð, við erum glöð, sjáið, liðsmenn góðir, ljóma sigurlaun fríð er við munum allir vinna brátt.

3. Berjumst fyrir ríki Hans gegn ranglátum lýð, við erum glöð, við erum glöð, fagnandi við syngjum meðan förum í stríð, sigurinn er okkar innan skamms. Þrátt fyrir háskann hræðast ei skal, frelsarinn styður staf vorn og mal, visku og þrótt hann veitir oss enn, með fögnuði, fögnuði höldum allir heim.

Öll við erum kölluð þar til endar vort stríð, við erum glöð, við erum glöð, sjáið, liðsmenn góðir, ljóma sigurlaun fríð er við munum allir vinna brátt.