1. Til Josephs Smith kom engill einn og upp úr jörðu tók heilagar töflur huldar þar, já, helga og dýra bók.
2. Hún fornu fólki greinir frá, er flutti Drottins hönd, um fjöll og dali’ og fjarlæg höf, í fyrirheitnu lönd.
3. Og Lamanítum lýst er þar, og líka Nefítum, þeir friðar nutu’ ef fylgdu vel, þeim fornu kenningum.
4. Er les ég nú þá lífsins bók, Þá loks ég skilja fer, að alla menn Guð elskar jafnt, í öllum löndum hér.