Book cover

Hósanna-Páskar

Tónverk úr Líahóna (1986–2020)


1. Spádómar frá liðnum tíma rætast hver um sig, er Jesús upp frá dauðum reis og mönnum sýndi sig. Hann niður sté af himni’ í dýrðarklæðum hvítum. Hrópaði þá lýðurinn er blessun bar úr býtum.

“Hósanna! Blessað sé nafn Guðs hins æðsta! Hósanna! Blessað sé nafn Guðs hins æðsta!

2. Kristur birtist Nefítum í fyrirheitna landi. Réttlátir hans sárin sáu, kenndi skilningsandi, að hann er dó var risinn upp, já, sjálfur frelsarinn. Og sem þeir glöddust, gleðjumst við og syngjum lofsönginn.

“Hósanna! Blessað sé nafn Guðs hins æðsta! Hósanna! Blessað sé nafn Guðs hins æðsta!