1. Fylkjum liði, Drottins vors flytjum mikla mál,
mun hann þá á himninum launa vorri sál.
Bregðum andans sverði sýnum máttinn hans,
sigurmáttinn sannleikans.
Hræðstu’ ei þó að árás ógni þér,
oss mun Drottinn styrkja hvar sem er,
eigi munum virða vondra manna tal,
vorum Guði einum hlýða skal.
2. Þótt vor fámenn sveitin hér fjöldans mæti her,
fram skal öruggt stefna og hvergi veigra sér.
Leiða mun oss afl sem hulin höndin ber,
hér á leiðum sannleikans.
Hræðstu’ ei þó að árás ógni þér,
oss mun Drottinn styrkja hvar sem er,
eigi munum virða vondra manna tal,
vorum Guði einum hlýða skal.
3. Ekkert þarf að hræðast, ef höldum rétta braut,
hjálp oss veitir Drottinn, að sigra hverja þraut.
Lið sitt mun hann hvetja og hylla starf hvers manns,
helgað málstað sannleikans.
Hræðstu’ ei þó að árás ógni þér,
oss mun Drottinn styrkja hvar sem er,
eigi munum virða vondra manna tal,
vorum Guði einum hlýða skal.
Lag og texti: Evan Stephens, 1854–1930
Íslensk þýðing: MarÍus Ólafsson, 1891–1983