Cover art

Sálmar (1993, 2021-digital), no. 94
Leggjum krafta til og tökum á



0:00 0:00
Audio

Leggjum krafta til og tökum á

1. Vort mannkyn kallar vaska menn er vinna’ af sterkri þrá. Kom göfgu starfi leggjum lið! Vinni hver sem vinna má!

Leggjum krafta til og tökum á! Sinnum verkunum með söng á brá! Hver á sitt verk nú vinnum sterk og með vaskleik tökum á!

2. Og kirkjan þarf nú hjálparhönd lát hjörtu’ af kærleik slá. Því vinnum henni heilagt verk, vinni hver sem vinna má!

Leggjum krafta til og tökum á! Sinnum verkunum með söng á brá! Hver á sitt verk nú vinnum sterk og með vaskleik tökum á!

3. Þá sitjum ekki sinnulaus er syndin herjar á og leikur stríð sitt langa tíð, vinni hver sem vinna má!

Leggjum krafta til og tökum á! Sinnum verkunum með söng á brá! Hver á sitt verk nú vinnum sterk og með vaskleik tökum á!

4. Með aðgát herja, elja, bið af öllum kröftum þá. Hrind verðleikanna verki fram, vinni hver sem vinna má!

Leggjum krafta til og tökum á! Sinnum verkunum með söng á brá! Hver á sitt verk nú vinnum sterk og með vaskleik tökum á!

Lag og texti: Will L. Thompson, 1847–1909

Íslensk þýðing: Jón Hjörleifur Jónsson, 1923



Lag og texti: Will L. Thompson, 1847–1909

Íslensk þýðing: Jón Hjörleifur Jónsson, 1923