Book cover

Sannir í trúnni

Sálmar, 109


0:00 0:00
Introduction
All Verses

1. Hvort mun Síons æskan unga eigi sannleik varnir ljá? Þegar vonsku öflin erja, ættum vér að hopa þá? Nei!

Trú þeirri kenning sem feðurnir fengu, fórnarlömb píslanna’ í dauðann út gengu. Við boð Guðs blíð trú alla tíð, trúföst í hjarta ár og síð.

2. Er vér sjáum vald hins vonda verki Drottins ofsókn ljá, skyldu’ ei börn vors hæsta Herra hefja veldissprotann þá? Jú!

Trú þeirri kenning sem feðurnir fengu, fórnarlömb píslanna’ í dauðann út gengu. Við boð Guðs blíð trú alla tíð, trúföst í hjarta ár og síð.

3. Frelsun vora munum vinna, verja merki sannleikans, vaka, biðja, starfa, stríða styrkt við kraft hvers æskumanns, já!

Trú þeirri kenning sem feðurnir fengu, fórnarlömb píslanna’ í dauðann út gengu. Við boð Guðs blíð trú alla tíð, trúföst í hjarta ár og síð.

4. Keppum markvisst til að verða verðug fyrir ríkið hans ásamt þeim, er trúir treystu tryggu orði sannleikans, já!

Trú þeirri kenning sem feðurnir fengu, fórnarlömb píslanna’ í dauðann út gengu. Við boð Guðs blíð trú alla tíð, trúföst í hjarta ár og síð.