1. Helgisöng vér hefjum senn,
hvíldardagur ljómar enn,
svo hvílumst vér, svo hvílumst vér,
snúum þakkargjörð til Guðs,
fyrir gjafir hans til vor,
fyrir gjafir hans til vor.
2. Dagur fylltur friði’ og kyrrð
færir nær oss himnadýrð,
og lífi laun, og lífi laun,
því skal ganga’ að borði Guðs,
vera glöð í minning hans,
vera glöð í minning hans.
3. Sætum rómi syngjum vér,
sína fórn fram beri hver
með hjarta trútt, með hjarta trútt.
Þannig vottum gæsku Guðs,
hvað hans gjafir bera oss,
hvað hans gjafir bera oss.
4. Helgur, helgur Herrann er,
hvatning orð hans jafnan mér
að iðrun tjá, að iðrun tjá.
Þá vér brjótum boðorð Guðs,
býðst oss fyrirgefning hans,
býðst oss fyrirgefning hans.
Texti: William W. Phelps, 1792–1872
Lag: Thomas C. Griggs, 1845–1903
Íslensk þýðing: Friðrik Guðni þórleifsson, 1944