1. Ég veit minn lifir lausnarinn,
hve ljúft það gleður huga minn.
Hann dó, en lifir líf hans er
sú leiðsögn æðst sem veitist mér.
Á himni bætir málstað minn,
og mér hann blessar kærleik sinn.
Hann lifir, mína leiðir sál,
hann lifir hjartans flytur mál.
2. Hann lifir veitir lífsbjörg mér
og leið mér best hans auga sér.
Hann hrekur burt hvert hugans mein,
hann heyrir minnar sálar kvein.
Hann lifir og mín læknar sár,
hann lifir og mín þerrar tár.
Mitt sefar hjarta’ ef sorgmætt er,
og sína blessun veitir mér.
3. Hann lifir hjartans leiðtoginn,
hann lifir, kærleik hans ég finn.
Því hljóma læt ég lofsöng minn,
að lifir æðsti kóngurinn.
Hann leiðir mig um lífsins veg,
hann lifir dauðann sigra ég.
Hann undirbýr mér bústað minn,
og beint mig leiðir þangað inn.
4. Hann lifir, dýrð hans ljómann ber,
hann lifir, frelsari minn er.
„Ég veit minn lifir lausnarinn.“
Hve ljúf ég þessi orðin finn.
Hann lifir dýrð hans ljómann ber,
hann lifir frelsari minn er.
„Ég veit minn lifir lausnarinn.“
Hve ljúf ég þessi orðin finn.
Texti: Samuel Medley, 1738–1799
Lag: Lewis D. Edwards, 1858–1921
Íslensk þýðing: MarÍus Ólafsson, 1944