Cover art

Sálmar (1993, 2021-digital), no. 31
Ver hjá mér hverja stund



0:00 0:00
Audio

Ver hjá mér hverja stund

1. Ver hjá mér hverja stund, þú hjartkær Drottinn minn. Þín rödd mér fögnuð fær og friðarboðskapinn.

Ver hjá mér, ó, ver hjá mér; ver hér hverja stund. Ó kærleiksríki Kristur ég kem á þinn fund.

2. Ver hjá mér hverja stund, með hjálparmáttinn þinn, þá freisting frá mér snýr, er faðminn þinn ég finn.

Ver hjá mér, ó, ver hjá mér; ver hér hverja stund. Ó kærleiksríki Kristur ég kem á þinn fund.

3. Ver hjá mér hverja stund, í hjartans gleði’ og sorg, því annars er mér líf, sem auð og lokuð borg.

Ver hjá mér, ó, ver hjá mér; ver hér hverja stund. Ó kærleiksríki Kristur ég kem á þinn fund.

4. Ver hjá mér hverja stund, vor helgur frelsarinn, þinn alltaf vera vil, ó, veit það Drottinn minn.

Ver hjá mér, ó, ver hjá mér; ver hér hverja stund. Ó kærleiksríki Kristur ég kem á þinn fund.

Texti: Annie S. Hawks, 1835–1918

Lag: Robert Lowry, 1826–1899

Íslensk þýðing: MarÍus Ólafsson, 1944



Texti: Annie S. Hawks, 1835–1918

Lag: Robert Lowry, 1826–1899

Íslensk þýðing: MarÍus Ólafsson, 1944