1. Sjá, dagur rís, öll dimma flýr.
Dýr varir Síons staðall hreinn.
Sá dagur betri´er dagur nýr,
sá dagur betri´er dagur nýr,
í dýrðar veldi ríkir einn.
2. Nú villu skýin víkja brátt
úr vegi ljóss og sannleikans.
Sú dýrð, er berst af himnum hátt,
sú dýrð, er berst af himnum hátt
á heiminn bregður dýrðar glans.
3. Sjá, endurlausnar undra mynd.
Ísraels blessað tryggða band.
Og lýður Júda, laus frá synd,
og lýður Júda, laus frá synd
fær loks sitt fyrirheitna land.
4. Jehóva talar! Heyrið hann.
Heiðingjar, komið, öðlist líf.
Sú máttar hönd er sigur vann,
sú máttar hönd er sigur vann
sáttmálans fólki verður hlíf.
5. Englar, orð Guðs og uppheims skart
öll mál hér vitna sönnum hreim,
svo Síons ljósið leiftur bjart,
svo Síons ljósið leiftur bjart
nú leiðir Drottins börnin heim.
Texti: Parley P. Pratt, 1807–1857
Lag: George Careless, 1839–1932
Íslensk þýðing: Jón Hjörleifur Jónsson, 1923