1. Guðs andi nú ljómar og logar sem eldur
og lýsir upp síðari daganna verk.
Þá dýrðlegu vitrun oss feðurnir færðu,
sem fram er að koma hér voldug og sterk.
Vér fagnandi syngjum með herskörum himna
hósíanna, hósíanna um Guð og hans son.
Því þeirra er dýrðin og dásemdin hæsta
um daga og eilífð. Amen og amen.
2. Vor Guð er að veita hér vakningu nýja,
að verði´allra heilagra störfin sem fyrr.
Með guðdómsins visku og valdi hann opnar
í veraldar myrkrinu ljósinu dyr.
Vér fagnandi syngjum með herskörum himna
hósíanna, hósíanna um Guð og hans son.
Því þeirra er dýrðin og dásemdin hæsta
um daga og eilífð. Amen og amen.
3. Á samkomum vorum vér söfnuðinn eflum
til sigurs að verði Guðs lögmálsins skýrð.
Að trúin oss veiti þá vitrun og köllun,
sem vísar oss leiðina´í himinsins dýrð.
Vér fagnandi syngjum með herskörum himna
hósíanna, hósíanna um Guð og hans son.
Því þeirra er dýrðin og dásemdin hæsta
um daga og eilífð. Amen og amen.
4. Hve blessaður dagur er lambið og ljónið
þar lifa í eining við sættir og frið.
Og veikir fá lækning og lífinu fagna,
í leiðsögu Drottins um eilífðar svið.
Vér fagnandi syngjum með herskörum himna
hósíanna, hósíanna um Guð og hans son.
Því þeirra er dýrðin og dásemdin hæsta
um daga og eilífð. Amen og amen.
Texti: William W. Phelps, 1792–1872. Hann var sunginn við vÍgslu Kirtland-musterisins 1836.
Lag: Ókunnur höfundur, um 1844
Íslensk þýðing: MarÍus Ólafsson, 1891–1983