1. „Fylg þú mér,“ sagði frelsarinn.
Fótspor hans þræðum glöggt með sinn,
einungis þannig öðlumst frið
elskaðan himnasoninn við.
2. „Fylg þú mér,“ virðast einföld orð.
Er þó sem hlaðið viskuborð
sé ofið hér í einfalt mál,
andlega’ að vekja mannsins sál.
3. Er oss þá nóg að vita’ að vér
verðum honum að fylgja hér,
um fallinn, tárum fylltan geim?
Nei, förin er í æðra heim.
4. Ekki þó aðeins eigum vér
eftirmynd hans að vera hér,
heldur, þá leyst úr líki manns
lögarfar gerast meistarans.
5. Vér munum ætíð áfram þá
opnari víddir til að sjá
fylgja’ honum ótrauð, óháð hver
örlögin verða þar og hér.
6. Dýrðir, tign, ríki, virðing, vald
veitist oss bak við huliðs tjald,
ef vér þar hlítum eins og hér
orðum vors Drottins: „Fylg þú mér.“
Texti: John Nicholson, 1839–1909
Lag: Samuel McBurney, f. 1847
Íslensk þýðing: Jón Hjörleifur Jónsson, 1923