1. Ó, Guð á himni háum,
vor hjálp er Jesú frá,
er bæn þá til þín berum,
sem byggð er trú vorri’ á.
Vort brauð og vatn þú blessir,
sem ber oss guðleg stjórn,
svo vér þess minnast megum
hve máttug er hans fórn.
2. Sú fórn sem fæstir skildu,
að frelsun vor hún er,
að hold og blóð vorn huga
til hans í lotning ber.
Oss veg þíns sonar vísar
og vottar þjáning hans,
hans andi’ er leið oss lýsir,
er ljósið sannleikans.
3. Er Jesús fórn þá færði,
að flytja’ á jörð til vor,
hans ást til allra manna
og endurlausnarspor,
var fyrirheita fylling
um frelsun syndugs manns,
sú blessun heimi borin,
var boðskapurinn hans.
4. Hve háan vísdóm hafa
þau heilagleikans ráð,
að fullkomna þá frelsun,
sem færði’ oss Drottins náð,
að hann á meðal manna
hér mannsins gerfi bar
og dauðans fórn þá færði,
sem frelsun mannsins var.
Texti: William W. Phelps, 1792–1872
Lag: Felix Mendelssohn, 1809–1847
Íslensk þýðing: MarÍus Ólafsson, 1891–1983