Vorn spámann vér þökkum þér, Drottinn

English: We Thank Thee, O God, for a Prophet

First line: Vér þökkum þér Guð fyrir spámann / We thank thee, O God, for a prophet / We thank you, O God, for our prophets / Oh Dios gracias por nuestros profetas / Seigneur, merci pour nos prophètes / We thank thee, O God, for a prophet To guide us / We thank thee, O God, for thy Spirit / We thank thee, O God, for a prophet To guide us in / We thank thee, O God, for the prophets / We thank Thee, O God, for a Prophet, To guide

Original language: English

Words: William Fowler
Music: Caroline E. Sheridan Norton


Vorn spámann vér þökkum þér, Drottinn
, 7


1. Vorn spámann vér þökkum þér Drottinn,sem þekkir og leiðir oss hér.Vér þökkum þér guðspjallið góða,sem geislandi upplýsing ber.Vér þökkum þér guðlegar gjafirog gnægtanna ómuna fjöld,oss blessun er boð þín að haldaog blíðustu fagnaðar gjöld.
2. Þá syrtir af skugganna skýjumog skelfingin ógnun oss fær,þá leiftrar oss ljósið af hæðumog lausnina skynjum vér nær.Vér efum ei umhyggju Drottins,því áður fyrr reyndum vér hann.Þeir guðlausu´ er setjast um Síonum síð verða felldir í bann.
3. Vér syngjum hans mildi og miskunnog miklum hann daga sem nótt.Vér fögnum hans fagnaðarboðskap,sem fyllir oss andlegum þrótt.Og þannig þeir trúföstu feta,uns fullkomnun eilífri ná,en þeir, sem að höfnuðu honum,þá hamingju aldregi fá.

X:19 Q:1/4=92 M:4/4 L:1/8 K:D (D3/2E/) | F2 F3/2E/ (D3/2E/) F3/2G/ | A4 F2 yy

Vorn spámann vér þökkum þér, Drottinn

, 7

Vér þökkum þér Guð fyrir spámann

, 26